Formúla 1

Pirelli vill sátt um dekkjastefnu

Pirelli dekk í hrönnum.
Pirelli dekk í hrönnum. Vísir/Getty
Pirelli telur að fundur sem verður í næstu viku með ökumönnum og liðum í Formúlu 1 sé afbragðs tækifæri fyrir íþróttina að ná sátt um stefnu í dekkjamálum.

Yfirmenn Pirelli munu funda með ökumönnum, liðum og fulltrúum FIA, alþjóða akstursíþróttasambadsins. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Pirelli í Mílanó á Ítalíu 2. febrúar. Markmið fundarins er að ræða hugmyndina um að dek í Formúlu 1 eigi að bjóða ökumönnum að nýta öllum stundum allt afl sem bílarnir hafa að bjóða.

Dekkin hafa verið fengið vinnuheitið „Maximum attack tyres,“ sem myndi útleggjast sem „í botni dekk,“ á íslensku.

Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursmála hjá Pirelli segir að nú sé kominn tími til að Pirelli fá skýra sín á hvað allir aðilar vilja. Pirelli styður hugmyndir um breytta sýn og vill ekki setja sig á móti breytingum sem gætu orðið.

„Við erum virkilega glöð að allir viðkomandi aðilar ætli að setjast niður og ræða hvaða marki eigi að stefna að,“ sagði Hembrey í samtali við Motorsport.com.

Hembrey vill bæta við að liðin í Formúlu 1 verði að vera reiðubúin að taka mikilvægum reglubreytingum með opnum örmum. Liðin verði að vera tilbúin að taka þátt í prófunum og tilraunum sem Pirelli þarf að gera til að skila þeirri vöru sem óskað verður eftir.

„Við viljum hlusta á ökumennina og við viljum gjarnan skila þeirri vöru sem þeir óska eftir.

Sebastian Vettel sprengdi dekk í mexíkóska kappakstrinum.Vísir/Getty
Þróunin

Pirelli hóf að skaffa dekk í Formúlu 1 árið 2011. Þá óskuðu skipuleggjendur Formúlu 1 eftir dekkjum sem slitnuðu mikið og neyddu lið til að taka tvö til þrjú þjónustuhlé í hverri keppni.

Ökumenn hafa ekki verið ánægðir með þessi dekk því þeim finnst þeir eyða miklum tíma í að spara dekkin. Mörg lið hafa einnig gagnrýnt þessi dekk því þau hamli því að liðin sýni hvað bílar þeirra geta raunverulega.

Pirelli hefur í kjölfari gagnrýninnar gert dekkin slitsterkari. Þá hafa aðrar gagnrýnisraddir vaknað sem segja að keppnirnar séu ekki lengur spennandi vegna þess að dekkin endist of lengi.

Fundinum er ætlað að komast að samkomulagi um framtíðarsýn sem allir aðilar geta sammælst um og að deilan leysist.

Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursmála hjá Pirelli.Vísir/Getty
Prófanir fyrir 2017

Pirelli er löngu búið láta í ljós að fyrirtækið þurfi að fá meiri prófanir fyrir breytingar sem taka eiga gildi 2017. Ætlunin er að afturdekkin verði gerð breiðari og veiti því meira grip.

Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Pirelli er enn óljóst hvernig prófunum verður háttað. Pirelli vonast til að lausn finnist á þessu á fundinum í næstu viku.

„Við höfum þegar sagt að við þurfum 30.000 kílómetra prófanir og við erum sátt við að byrja með gamlan Toyota eða Lotus bíl og tvinna það saman við bíl með nýjum undirvagni seinna á árinu til að staðreyna það sem gert var með gamla bílnum,“ sagði Hembrey að lokum.


Tengdar fréttir

Ricciardo fljótastur í dekkjaprófun

Daniel Ricciardo var fljótastur á Red Bull á fyrsta degi prófana hjá Pirelli. Regndekk voru prófuð á Paul Ricard brautinni í Frakklandi í dag.

Magnussen tekur sæti Maldonado hjá Renault

Kevin Magnussen, fyrrum ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 mun samkvæmt heimildum Autosport taka sæti Pastor Maldonado hjá Renault liðinu í Formúlu 1.

Vettel: Óásættanlegt að dekkin springi

Sebastian Vettel ökumaður Ferrari liðsins var æfur í garð dekkjaframleiðandans Pirelli eftir að dekk sprakk a bíl hans á rúmlega 300 km/klst á Spa brautinni í dag.

Berger: Alonso er ekki lengur bestur

Gerhard Berger, fyrrum Formúlu 1 ökumaður segir að síðasta tímabil hafi eitt og sér breytt ásýnd tveggja bestu ökumannanna í Formúlu 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×