Handbolti

Úrslitaleikurinn verður sýndur á hóteli Dags á morgun

Kristinn Pall Teitsson skrifar
Dagur gefur hér skipanir af hliðarlínunni.
Dagur gefur hér skipanir af hliðarlínunni. Vísir/getty
Kex Hostel var að tilkynna rétt í þessu að úrslitaleikurinn á HM í Póllandi, Spánn - Þýskaland, verði sýndur á hótelinu á morgun en Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins, er einn eigenda hótelsins.

Uppgangur þýska landsliðsins hefur einfaldlega verið ótrúlegur en eftir tap gegn Spánverjum í fyrsta leik hafa Þjóðverjar unnið sex leiki í röð og eru komnir í úrslitaleikinn.

Fyrir ári síðan var þýska landsliðið með æfingarbúðir á Íslandi og kemur fram í fréttatilkynningunni að liðið hafi á meðan dvölinni stóð á Kex Hostel.

Verður leikurinn sýndur í samstarfi við þýska sendiráðið og hefst klukkan 16.30.


Tengdar fréttir

Dagur: Á von á símtali frá Angelu Merkel

Þjálfari þýska landsliðsins í handbolta ræddi við Rúnar og Loga á Bylgjunni í dag þar sem hann sagðist aðeins taka við símtölum frá þeim og þýska kanslaranum í dag.

Ævintýrið er dagsatt

Dagur Sigurðsson heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni með lemstrað lið Þýskalands og mætir Spánverjum í úrslitaleik EM í handbolta á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×