Handbolti

Úrslitaleikurinn verður sýndur á hóteli Dags á morgun

Kristinn Pall Teitsson skrifar
Dagur gefur hér skipanir af hliðarlínunni.
Dagur gefur hér skipanir af hliðarlínunni. Vísir/getty

Kex Hostel var að tilkynna rétt í þessu að úrslitaleikurinn á HM í Póllandi, Spánn - Þýskaland, verði sýndur á hótelinu á morgun en Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins, er einn eigenda hótelsins.

Uppgangur þýska landsliðsins hefur einfaldlega verið ótrúlegur en eftir tap gegn Spánverjum í fyrsta leik hafa Þjóðverjar unnið sex leiki í röð og eru komnir í úrslitaleikinn.

Fyrir ári síðan var þýska landsliðið með æfingarbúðir á Íslandi og kemur fram í fréttatilkynningunni að liðið hafi á meðan dvölinni stóð á Kex Hostel.

Verður leikurinn sýndur í samstarfi við þýska sendiráðið og hefst klukkan 16.30.


Tengdar fréttir

Dagur: Á von á símtali frá Angelu Merkel

Þjálfari þýska landsliðsins í handbolta ræddi við Rúnar og Loga á Bylgjunni í dag þar sem hann sagðist aðeins taka við símtölum frá þeim og þýska kanslaranum í dag.

Ævintýrið er dagsatt

Dagur Sigurðsson heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni með lemstrað lið Þýskalands og mætir Spánverjum í úrslitaleik EM í handbolta á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira