Handbolti

Fylkiskonur frábærar í seinni hálfleik í öruggum sigri | Úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hrafnhildur Hanna í leik gegn Fylki fyrr í vetur.
Hrafnhildur Hanna í leik gegn Fylki fyrr í vetur. Vísir/getty
Fylkiskonur unnu sannfærandi tíu marka sigur á heimavelli gegn Selfoss í dag þrátt fyrir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.

Selfosskonur leiddu í hálfleik 14-16 en Fylkiskonur settu einfaldlega í fluggír í seinni hálfleik og settu alls 25 mörk í hálfleiknum gegn aðeins 13.

Patrícia Szölösi var atkvæðamest í liði Fylkis með 12 stig en Þuríður Guðjónsdóttir bætti við átta mörkum. Í lið gestanna var það Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem var markahæst eins og oft áður með tíu mörk.

Boðið var upp á sannkallaðan spennuleik í Austurberginu þar sem ÍR og HK skyldu jöfn 20-20 en staðan var einnig jöfn í hálfleik.

Eftir að hafa tapað fyrri leik liðanna 17-21 voru leikmenn HK ákveðnar í að svara fyrir tapið.

Var jafnt í hálfleik 10-10 og tókst hvorugu liðinu að stela sigrinum fyrir lok leiksins og lauk leiknum með jafntefli.

Þórhildur Braga Þórðardóttir fór á kostum í liði HK en hún var með helming allra marka liðsins með tíu mörk. Í liði ÍR var það Sólveig Lára Kristjánsdóttir sem var atkvæðamest með sjö mörk.                 

                       

Í Mosfellsbæ unnu Haukakonur sannfærandi 27-15 sigur á botnliði Aftureldingar en Haukar leiddu með níu mörkum í hálfleik.

Ólíkt fyrri leik liðanna í vetur gerðu Haukakonur einfaldlega út um leikinn í fyrri hálfleik og var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik.

Maria Ines Da Silve Pereira var atkvæðamest í liði Hauka með átta mörk en í liði Aftureldingar var það Telma Rut Frímannsdóttir með fjögur mörk.

Úrslit dagsins:

Fylkir 39-29 Selfoss

ÍR 20-20 HK

Afturelding 15-27 Haukar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×