Fótbolti

Einherjar mæta norsku meisturunum í mars

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Frá æfingu Einherja á sínum tíma.
Frá æfingu Einherja á sínum tíma. Mynd/Vísir

Einherjar, eina íslenska liðið sem æfir og keppir í amerískum fótbolta, tilkynnti í dag að norsku meistararnir í Åsane Seahawks séu næstu mótherjar liðsins.

Mikill áhugi er fyrir NFL hér á landi og fer sá áhugi vaxandi, þótt það séu ekki margir sem stundi íþróttina hérlendis.

Lið Einherja sem var stofnað árið er þó með reglulegar æfingar en liðið hefur staðið fyrir Íslandsmóti þar sem skipt er í tvö lið og leikmenn liðsins mætast.

Fer leikurinn fram þann 5. mars næstkomandi í Kórnum en þetta er í fyrsta sinn sem Einherjar mæta erlendum mótherja.

Hægt er að fylgjast með liðinu á Facebook-síðu liðsins hér.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira