Handbolti

Guðmundur: Vantar allt drápseðli í liðið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðmundur þungur á brún á EM.
Guðmundur þungur á brún á EM. Vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, segir að leikmenn liðsins þurfi að sýna meira drápseðli í leikjunum sem eru framundan á þessu ári.

Það þóttu töluverð vonbrigði að danska liðið skyldi ekki komast í undanúrslitin á EM í Póllandi en danska liðið hefur nælt tvisvar í gullið og einusinni silfur á undanförnum fimm Evrópumótum.

Framundan eru leikir í umspili upp á sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu og HM í Frakklandi.

„Það eru mikilvægir mánuðir framundan og stórir leikir. Það verður enginn auðveldur leikur í umspilinu, við mættum Bosníu fyrir stuttu á útivelli fyrir framan 8000 stuðningsmenn og það var verðugt verkefni,“ sagði Guðmundur en hann vildi sjá meira drápseðli hjá liðinu.

„Við þurfum meira drápseðli í liðið. Við vorum fimm mörkum yfir gegn Svíþjóð og áttum að vera yfir í hálfleik en við misstum það frá okkur. Það vantaði til þess að klára leikina gegn Þýskalandi og Svíþjóð og leikmennirnir voru sammála. Þótt að við séum yfir þurfum við að halda áfram að leggja okkur fram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×