Fótbolti

Arnór: Heiður að vera kominn aftur inn í landsliðshópinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arnór fagnar hér marki sínu gegn Japan í fyrsta leik landsliðsins undir stjórn Lars Lagerback.
Arnór fagnar hér marki sínu gegn Japan í fyrsta leik landsliðsins undir stjórn Lars Lagerback. Vísir/getty

„Það er virkilegur heiður og gaman að vera kominn aftur í landsliðshópinn. Þetta er spennandi verkefni og það verður gaman að fá tækifærið,“ sagði Arnór Smárason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, í samtali við starfsmann KSÍ í Los Angeles.

Arnór er kominn aftur inn í landsliðshópinn eftir tveggja ára fjarveru fyrir leik liðsins gegn Bandaríkjunum annað kvöld en hann hefur leikið sautján leiki fyrir Íslands hönd.

„Mér líst mjög vel á þetta, völlurinn er flottur og vonandi verður vel mætt. Við vorum á fundi um bandaríska liðið og þeir koma með nokkra reynslubolta í þennan leik. Það verður verðugt verkefni fyrir okkur að takast á við þennan leik.“

Arnór tók undir að leikir á borð við þessa gætu reynst þjálfurum liðanna dýrmætir.

„Það er mikilvægt fyrir þá að fá þessa leiki í janúar svo þeir geti skoðað leikmenn og við leikmennirnir getum komið okkur inn í umhverfið sem er í kringum landsliðið,“ sagði Arnór en viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Fleiri fréttir

Sjá meira