Körfubolti

Körfuboltakvöld: "Cintamani-frændi þinn er ekki að gera neitt fyrir liðið“

Dagskráliðurinn Framlengingin var á sínum stað í Dominos-Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudaginn en þar rökræða sérfræðingar þáttarins um fimm málefni tengd körfuboltanum á Íslandi.

Kristinn Geir Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson voru á stóra sviðinu á föstudaginn og ræddu málefnin fimm.

Hófst umræðan á hvort Grindavík ætti möguleika á sæti í úrslitakeppninni áður en ásamt því var rætt hvort Earl Brown væri rétti leikmaðurinn fyrir Keflavík og hvort eitthvað lið gæti unnið KR í úrslitaseríu.

Líkt og alltaf var tekist hressilega á en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira