Innlent

Hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum

Atli ísleifsson skrifar
Hálka eða hálkublettir víða á Suðurlandi.
Hálka eða hálkublettir víða á Suðurlandi. Vísir/Anton

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og er hálka eða hálkublettir víða á Suðurlandi.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hálka eða hálkublettir séu á flestum vegum á Vesturlandi. Snjóþekja og hálka sé á vegum á Vestfjörðum og sums staðar lítilsháttar skafrenningur. Þungfært er á Ennisháls.

„Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og á köflum él eða skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Víkurskarði, Grenivíkurvegi og Ljósavatnsskarði. Ófært er á Hólasandi.

Á Austurlandi er víða nokkur hálka en flestir vegir vel færir þó er snjóþekja og skafrenningur á Fagradal. Þæfingsfærð og skafrenningur á Möðrudalsöræfum. Frá Eskifirði suður á Höfn er ýmist autt eða aðeins í hálkublettum en síðan er hálka með suðausturströndinni,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira