Fótbolti

Byrjunarlið Íslands í kvöld: Eiður Smári með fyrirliðabandið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Eiður Smári í leik gegn Lettlandi í haust.
Eiður Smári í leik gegn Lettlandi í haust. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins gegn Bandaríkjunum í kvöld.

Leikið verður á heimavelli LA Galaxy í Los Angeles, StubHub Center en búist er við 10.000 áhorfendum á leiknum í kvöld.

Aron Sigurðarson, leikmaður Fjölnis, byrjar í sínum fyrsta landsleik fyrir Ísland á vinstri kantinum en hann er eini nýliðinn sem byrjar leikinn.

Þá ber Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliðabandið en hann er í fremstu víglínu ásamt Arnóri Smárasyni.

Byrjunarliðið (4-4-2)

Markvörður:

Ögmundur Kristinsson

Hægri bakvörður:

Birkir Már Sævarsson

Vinstri bakvörður:

Ari Freyr Skúlason

Miðverðir:

Hallgrímur Jónasson og Jón Guðni Fjóluson

Hægri kantmaður:

Kristinn Steindórsson

Vinstri kantmaður:

Aron Sigurðarson

Miðjumenn:

Guðmundur Þórarinsson og Rúnar Már Sigurjónsson

Framherjar:

Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði) og Arnór Smárason


Tengdar fréttir

Heimir: Eru að tefla fram reynslumiklu liði annað kvöld

Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, er þakklátur fyrir tækifærið sem leikur morgundagsins gefur þjálfurunum til þess að skoða leikmenn sem hafa verið utan hóps til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×