Handbolti

Strákarnir okkar mæta Portúgal í undankeppni HM 2017

Aron sækir hér að marki í æfingarleik Íslands gegn Portúgal á dögunum.
Aron sækir hér að marki í æfingarleik Íslands gegn Portúgal á dögunum. Vísir/Anton
Dregið var í undankeppni Heimsmeistaramótsins í handbolta í karlaflokki sem fer fram í Frakklandi 2017 og duttu Strákarnir okkar í lukkupottinn þegar í ljós kom að Portúgal yrði mótherji Íslands.

Ísland var í efri styrkleikaflokk þegar dregið var í morgun eftir að hafa lent í 13. sæti á EM í Póllandi í janúar og er óhætt að segja að Ísland gæti fengið erfiða mótherja.

Í neðri styrkleikaflokk voru Austurríki, Bosnía, Holland, Lettland, Portúgal, Serbía, Slóvenía, Svartfjallaland og Tékkland en Ísland var dregið gegn Portúgal og fara leikirnir fram 10-12. og 14-16. júní.

Portúgalsleikirnir verða því fyrsta stóra prófið fyrir hvern þann sem tekur við landsliðinu en eins og flestum er kunnugt sagði Aron Kristjánsson á dögunum upp störfum eftir EM í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×