Handbolti

Strákarnir okkar mæta Portúgal í undankeppni HM 2017

Aron sækir hér að marki í æfingarleik Íslands gegn Portúgal á dögunum.
Aron sækir hér að marki í æfingarleik Íslands gegn Portúgal á dögunum. Vísir/Anton

Dregið var í undankeppni Heimsmeistaramótsins í handbolta í karlaflokki sem fer fram í Frakklandi 2017 og duttu Strákarnir okkar í lukkupottinn þegar í ljós kom að Portúgal yrði mótherji Íslands.

Ísland var í efri styrkleikaflokk þegar dregið var í morgun eftir að hafa lent í 13. sæti á EM í Póllandi í janúar og er óhætt að segja að Ísland gæti fengið erfiða mótherja.

Í neðri styrkleikaflokk voru Austurríki, Bosnía, Holland, Lettland, Portúgal, Serbía, Slóvenía, Svartfjallaland og Tékkland en Ísland var dregið gegn Portúgal og fara leikirnir fram 10-12. og 14-16. júní.

Portúgalsleikirnir verða því fyrsta stóra prófið fyrir hvern þann sem tekur við landsliðinu en eins og flestum er kunnugt sagði Aron Kristjánsson á dögunum upp störfum eftir EM í Póllandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira