Handbolti

Úrvalsliðið á EM: Entrerrios valinn besti leikmaður mótsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Entrerrios í stífri gæslu.
Entrerrios í stífri gæslu. Vísir/Getty

Evrópska handboltasambandið, EHF, var rétt í þessu að tilkynna úrvalslið mótsins á EM í Póllandi í handbolta en liðin tvö sem keppa til úrslita eiga alls þrjá fulltrúa í liðinu.

Raul Entrerrios, liðsfélagi Guðjóns Vals hjá Barcelona, var valinn verðmætasti leikmaður keppninar (e. MVP) en liðsfélagi hans í spænska liðinu, Julen Aguinagalde, var valinn í úrvalsliðið.

Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, á tvo fulltrúa í liðinu en Tobias Reichmann og Andreas Wolff voru báðir valdir í liðið.

Þá á Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, einn fulltrúa en Henrik Møllgaard var valinn í liðið að þessu sinni.

Aðrir leikmenn sem voru valdir voru Sander Sagosen (Noregur), Bartosz Jurecki (Pólland), Johan Jakobsson (Svíþjóð) og Manuel Strlek (Króatía).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira