Handbolti

Dagur fær kveðju frá Boris Becker og fleiri hetjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sú hefð er komin á að þekktir einstaklingar í Þýskalandi senda sínum mönnum kveðju fyrir mikilvæga leiki og það sama á við fyrir úrslitaleik Þýsakalands og Spánar á EM í dag.

Áður höfðu Dagur Sigurðsson og hans menn í þýska liðinu fengið kveðju frá mönnum eins og Joachim Löw og Jürgen Klopp en í nýjasta myndbandinu, sem Stefan Kretzschmar birtir á heimasíðu sinni, hafa margir góðir bæst í hópinn.

Meðal þeirra má nefna tennishetjuna Boris Becker, sem er í dag þjálfari Novak Djokovic sem vann í dag Opna ástralska meistaramótið, landsliðsmennina Bastian Schweinsteiger, Philipp Lahm og Miroslav Klose.

Í myndbandinu koma einnig fram margir listamenn, helst tónlistarfólk og leikarar, en einnig gamla knattpsyrnukempan Sebastian Kehl.

Sjáðu myndbandið á Facebook-síðu Kretzschmar.

Finaaaaaale. Es riecht nach Gold. Deutschland - Spanien. Ab 17.15 Uhr live in der ARD. Die Nation steht hinter euch V. #aufgehtsDHB #wirfuerD #EHFEuro2016 Danke an: Bastian Schweinsteiger , Bela B , Philipp Lahm , Xavier Naidoo , Miroslav Klose , Jürgen Vogel , Sebastian Kehl , Helge Schneider , Til Schweiger & Heiner Lauterbach (Schauspieler) , Hartmut Engler & PUR , Boris Becker & Kurt Krömer

Posted by Stefan Kretzschmar on Sunday, January 31, 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×