Handbolti

Dagur fær kveðju frá Boris Becker og fleiri hetjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Sú hefð er komin á að þekktir einstaklingar í Þýskalandi senda sínum mönnum kveðju fyrir mikilvæga leiki og það sama á við fyrir úrslitaleik Þýsakalands og Spánar á EM í dag.

Áður höfðu Dagur Sigurðsson og hans menn í þýska liðinu fengið kveðju frá mönnum eins og Joachim Löw og Jürgen Klopp en í nýjasta myndbandinu, sem Stefan Kretzschmar birtir á heimasíðu sinni, hafa margir góðir bæst í hópinn.

Meðal þeirra má nefna tennishetjuna Boris Becker, sem er í dag þjálfari Novak Djokovic sem vann í dag Opna ástralska meistaramótið, landsliðsmennina Bastian Schweinsteiger, Philipp Lahm og Miroslav Klose.

Í myndbandinu koma einnig fram margir listamenn, helst tónlistarfólk og leikarar, en einnig gamla knattpsyrnukempan Sebastian Kehl.

Sjáðu myndbandið á Facebook-síðu Kretzschmar.

Finaaaaaale. Es riecht nach Gold. Deutschland - Spanien. Ab 17.15 Uhr live in der ARD. Die Nation steht hinter euch V. #aufgehtsDHB #wirfuerD #EHFEuro2016 Danke an: Bastian Schweinsteiger , Bela B , Philipp Lahm , Xavier Naidoo , Miroslav Klose , Jürgen Vogel , Sebastian Kehl , Helge Schneider , Til Schweiger & Heiner Lauterbach (Schauspieler) , Hartmut Engler & PUR , Boris Becker & Kurt Krömer

Posted by Stefan Kretzschmar on Sunday, January 31, 2016

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira