Körfubolti

Hill til skoðunar hjá Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jerome Hill í leik Tindastóls og Hauka í vikunni.
Jerome Hill í leik Tindastóls og Hauka í vikunni. Vísir/Anton

Jerome Hill gæti verið á leið til Keflavíkur en leikmannamál liðsins eru nú til skoðunar. Hill er nú án félags eftir að hann var leystur undan samningi sínum hjá Tindastóli.

Sjá einnig: Dempsey kominn aftur á Krókinn | Jerome Hill leystur undan samningi

Earl Brown er nú á mála hjá Keflavík en þrátt fyrir að liðið tróni á toppi Domino's-deildar karla kemur er staða hans hjá félaginu ekki örugg.

Í dag er síðasti dagurinn þar sem félög geta samið við nýja leikmenn og þarf því Keflavík að hafa hraðar hendur ætli það sér að klófesta Hill.

Margeir Einar Margeirsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, segir að ekkert sé staðfest í þessum efnum. „Við erum að skoða okkar mál og hvaða möguleikar eru í boði. Það hefur ekkert verið ákveðið,“ sagði hann við Vísi í dag.

Earl Brown hefur skorað 25,4 stig að meðaltali í leik í vetur og tekið 12,1 frákast að meðaltali. Hann skoraði aðeins fjórtán stig í naumum sigri Keflavíkur á Hetti á Egilsstöðum á föstudaginn.

Þó svo að Keflavík semji við Hill er ekki öruggt að Brown fari frá liðinu. Liðum hér á landi er heimilt að semja við fleiri en einn erlendan leikmann en það er aðeins heimilt að vera með einn erlendan leikmann inn á hverju sinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira