Fótbolti

Neville enn án sigurs í deildinni eftir níu leiki

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Neville bræðurnir þungir á brún.
Neville bræðurnir þungir á brún. Vísir/Getty

Sætið er farið að hitna undir Gary Neville, knattspyrnustjóra Valencia eftir 0-1 tap gegn Sporting Gijon en þetta var níundi leikurinn í röð í spænsku deildinni án sigurs og er liðið hægt og bítandi að færast neðar í töfluna.

Neville tók við liði Valencia í desember en hann hafði sinnt aðstoðarþjálfarastarfinu með enska landsliðinu ásamt því að vera einn helsti sérfræðingur SkySports.

Voru því margir spenntir fyrir því að sjá hvernig honum myndi ganga í þjálfun en það gengur lítið sem ekkert hjá Valencia þessa dagana.

Hefur liðið leikið níu leiki í spænsku úrvalsdeildinni án sigurs og aðeins nælt í sex stig af 27 mögulegum.

Kom tap dagsins á heimavelli gegn einu af botnliðum deildarinnar, Sporting Gijon, en það er spurning hversu lengi stuðningsmenn Valencia sætta sig við þetta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira