Fótbolti

Mílanóborg er rauð eftir öruggan sigur AC Milan

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bacca fagnar marki sínu í kvöld af innlifun.
Bacca fagnar marki sínu í kvöld af innlifun. Vísir/Getty

AC Milan vann 3-0 sigur á heimavelli gegn Inter í borgarslagnum í Mílanó í lokaleik umferðarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Brasilíski miðvörðurinn Alex kom AC Milan yfir á 35. mínútu eftir fyrirgjöf Keisuke Honda og fóru heimamenn með forskotið inn í hálfleikinn.

Maurio Icardi var óvænt á bekknum í liði Inter en hann fékk svo sannarlega tækifæri til þess að skora þegar hann tók vítaspyrnu á 70. mínútu en brenndi af.

Stuttu síðar náði AC Milan að refsa með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla. Carlos Bacca stýrði fyrirgjöf M'Baye Niang í netið af stuttu færi og stuttu síðar skoraði Niang þriðja mark AC Milan.
Fleiri fréttir

Sjá meira