Handbolti

Dagur, kunna Íslendingar að fagna?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Dagur Sigurðsson fór eins og gefur að skilja í mörg viðtöl eftir sigur Þýskalands á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í kvöld.

Eins og áður hefur komið fram lofaði Dag leikmenn sína mjög eftir sigurinn á Spáni í úrslitaleiknum í dag og sagði að þeir ættu skilið að njóta sigursins og fagna honum.

Dagur var þá spurður hvernig hann ætlaði að fagna sigrinum.

„Ég veit ekki hvað á að gera í kvöld. Ég leyfi þessu einfaldlega að gerast. Svo fer ég á morgun heim til mín,“ sagði Dagur.

Kunna Íslendingar að fagna?

„Já, Íslendingar kunna að fagna. Spurningin er hvort að ég sé dæmigerður Íslendingur. En við munum alveg örugglega njóta okkar í kvöld.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira