Erlent

Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var á vegum fyrirtækisins Oxitec. Niðurstöðurnar benda til þess að draga sé hægt úr sjúkdómnum um allt að 82 prósent með þessari aðferð.

Veiran er talin valda fósturskaða en tæplega þrjú þúsund börn fæddust með dverghöfuð í fyrra sökum hennar. Þá er hún talin hafa dregið fjörutíu ungbörn til dauða á síðasta ári og óttast er að dauðsföllum muni fara fjölgandi. Veiran er lítið þekkt en berst með moskítóflugum.

Geislnavirkni er talin leiða til sambærilegs fósturskaða, en eftir kjarnorkuslysið í Tsjernoobýl fæddust mörg börn í Úkraínu og Hvíta-Rússlandi með dverghöfuð. Svokölluð dverghöfuð, eða höfuðsmæð, orsaka oft skertan vitsmunaþroska sem gerir einstaklingum erfitt að lifa eðlilegu lífi án aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×