Handbolti

Norska skyttan O'Sullivan hefði getað valið breska handboltalandsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
O'Sullivan í leik með norska landsliðinu.
O'Sullivan í leik með norska landsliðinu. Vísir/Getty

Christian O'Sullivan átti stórleik þegar Noregur vann Hvíta-Rússland á EM í Póllandi í gær og tryggði sér þar með sæti í milliriðlakeppninni.

Það sem meira er þá fer Noregur þangað með fjögur stig en það varð ljóst eftir að Ísland tapaði fyrir Króatíu í gærkvöldi.

Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám

O'Sullivan skoraði tíu mörk fyrir Noreg í riðlakeppninni og var með betri leikmönnum liðsins gegn Hvíta-Rússlandi í gær.

Eins og nafn hans gefur til kynna á hann ættir að rekja til Bretlands. Afi hans og amma í föðurætt eru frá Englandi og er hann því líka með breskt ríkisfang.

Honum stóð til boða að spila með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012 og viðurkennir hann að boðið hafi verið afar freistandi.

„En hjarta mitt tilheyrir Noregi,“ sagði hann við norska fjölmiðla. „Ég hefði getað sagt já á sínum tíma en samt getað spilað með Noregi á EM í Póllandi ef ég hefði hætt að spila með Bretlandi strax eftir Ólympíuleikana.“

„En þá hefði ég ekkert mátt spila með landsliðinu í þrjú ár og biðin var of löng. Ég er afar glaður með að ég valdi Noreg.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira