Handbolti

Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin?

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Strákarnir okkar eru úr leik á Evrópumótinu í handbolta eftir níu marka tap gegn Króatíu, 37-28, í Katowice í Póllandi í gær.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2004 að íslenska landsliðið kemst ekki upp úr riðli á Evrópumóti, en spilamennskan var að einhverju leyti framhald á katastrófunni í Katar í fyrra.

Tómas Þór Þórðarson og Ásgeir Jónsson gera upp mótið, spilamennskuna og horfa til framtíðar í íslenskum handbolta í þessum lokaþætti Handvarpsins, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. Lokaþáttur sem kom því miður of snemma vegna árangurs íslenska liðsins.

Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan eða í Mixcloud-spilaranum hér að neðan.

Fyrri þættir Handvarpsins:
Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val 
Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016
Handvarpið: "Það þarf að tryggja úlnliðinn á Aroni Pálmarssyni“
Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg

Hér má finna alla þætti Handvarpsins 2016 á Mixcloud.

Handvarpið - Lokaþáttur (því miður of snemma) by Tomthordarson on Mixcloud


Tengdar fréttir

Björgvin Páll: Sorry

Skilaboð landsliðsmarkvarðarins eftir tapið gegn Króatíu í gær voru einföld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira