Enski boltinn

Son og Chadli skutu Tottenham áfram í bikarnum | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Tottenham vann Leicester, 2-0, í endurteknum leik í þriðju umferð enska bikarsins í fótbolta í kvöld, en þetta var í þriðja sinn á tíu dögum sem liðin mættust.

Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son kom Tottenham yfir á 39. mínútu og á 66. mínútu innsiglaði Nacer Chadli sigur gestanna, 2-0.

Leicester vann leik liðanna í deildinni á dögunum, 1-0, en þau skildu jöfn, 1-1, í fyrri leiknum á White Hart Lane.

Leicester, sem hefur átt ótrúlegu gengi að fagna á leiktíðinni og er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, er úr leik í bikarnum.

Leicester hvíldi nokkra af sínum helstu leikmönnum í kvöld, en líklegt er að fyrsta markmið Claudio Ranieri sé að tryggja liðinu Meistaradeildarsæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira