Enski boltinn

Son og Chadli skutu Tottenham áfram í bikarnum | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Tottenham vann Leicester, 2-0, í endurteknum leik í þriðju umferð enska bikarsins í fótbolta í kvöld, en þetta var í þriðja sinn á tíu dögum sem liðin mættust.

Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son kom Tottenham yfir á 39. mínútu og á 66. mínútu innsiglaði Nacer Chadli sigur gestanna, 2-0.

Leicester vann leik liðanna í deildinni á dögunum, 1-0, en þau skildu jöfn, 1-1, í fyrri leiknum á White Hart Lane.

Leicester, sem hefur átt ótrúlegu gengi að fagna á leiktíðinni og er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, er úr leik í bikarnum.

Leicester hvíldi nokkra af sínum helstu leikmönnum í kvöld, en líklegt er að fyrsta markmið Claudio Ranieri sé að tryggja liðinu Meistaradeildarsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira