Körfubolti

Jakob með ellefu stig í naumu tapi á heimavelli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jakob Örn í leik með Borås.
Jakob Örn í leik með Borås. mynd/boras
Jakob Örn Sigurðarson, landsliðsmaður í körfubolta, og félagar hans í sænska úrvalsdeildarliðinu Borås Basket þurftu að sætta sig við tap, 89-86, gegn belgíska liðinu Telenet Oostende í Evrópubikarnum í kvöld.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en jafnt var í hálfleik, 38-38, og áfram jafnt fyrir fjórða leikhlutann, 62-62.

Belgíska liðið sigdli fram úr á lokasprettinum og náði mest sjö stiga forskoti, en þrátt fyrir fína atlögu Svíanna undir lokin hafði gestaliðið nauman sigur.

Jakob Örn skoraði ellefu stig fyrir Borås, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Borås komst upp úr sínum riðli í Evrópubikarnum en gengið hefur ekki verið jafnt gott í milliriðlum. Liðið er búið að tapa þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×