Sport

Tom Brady er grenjuskjóða

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tom Brady er nagli sem vælir segir Smith.
Tom Brady er nagli sem vælir segir Smith. vísir/getty
Sálfræðistríðið fyrir viðureign Denver Broncos og New England Patriots í úrslitum Ameríkudeildar NFL er svo sannarlega hafið.

Fyrsta stóra skotið kom í dag frá Antonio Smith, varnarmanni Denver-liðsins, sem var spurður í blaðaviðtali hvort Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, væri grenjuskjóða.

„Það er rétt lýsing,“ svaraði Smith. „Ég hef aldrei séð leikstjórnanda horfa jafn fljótt á dómarann og Brady þegar hann er felldur.“

„Allltaf þegar hann er felldur horfir hann á dómarann og er bara: „Sástu hann fella mig? Á þetta að geta gerst? Hann felldi mig of harkalega. Gefðu honum 15 metra víti og sektaðu varnarmanninn“.“

Þrátt fyrir að skjóta á Brady fyrir að vera væla inn á vellinum hrósaði Smith leikstjórnandanum líka.

„Brady er mikill keppnismaður. Maður veit alltaf að hann er að koma. Hann mun væla yfir því að vera felldur en hann mun bara taka högginu og halda áfram,“ sagði Antonio Smith.

Úrslitaleikir Ameríkur- og Þjóðardeildar NFL verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudaginn og hefst útsending klukkan 19.40.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×