Handbolti

Bara þrjár þjóðir voru með betri sóknarnýtingu en Ísland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leiknum á móti Króatíu.
Aron Pálmarsson í leiknum á móti Króatíu. Vísir/Valli

Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara.

Íslenska liðið skoraði 92 mörk úr 164 sóknum og nýtti því 56 prósent sókna sinna í leikjunum þremur á móti Noregi, Hvíta Rússlandi og Króatíu.

Það voru því bara þrjár þjóðir sem voru með betri sóknarnýtingu á mótinu og tvö þeirra unnu Ísland í B-riðlinum eða Króatíu og Noregur. Þriðja liðið eru síðan lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Danmörku.

Íslenska liðið lækkaði ekki mikið við að nýta aðeins 47 prósent sókna sinna í Króatíuleiknum því liðið nýtti yfir 60 prósent sókna sinna á móti bæði Hvít Rússum og Norðmönnum.

Pólland og Spánn unnu sína riðla en bæði lið voru með verri sóknarnýtingu en íslenska landsliðið í riðlakeppninni.

Króatar voru eina liðið sem skoraði fleiri mörk en Ísland en íslenska liðið fékk á sig flest mörk í riðlakeppninni.

Mótherjar íslenska liðsins nýttu 62 prósent sókna sína í Íslandsleikjunum og þar liggur aðalástæða þess að íslensku strákarnir eru á heimleið frá Póllandi.

Besta sóknarnýtingin í riðlakeppni EM 2016:
1. Króatía 60% (158/95)
2. Danmörk 59% (154/91) - vann sinn riðil
3. Noregur 58% (151/88) - vann sinn riðil
4. Ísland 56% (164/92) - úr leik
5. Frakkland 54% (167/91)
6. Hvíta Rússland 54% (162/87)
7. Pólland 53% (158/84) - vann sinn riðil
8. Spánn 53% (151/80) - vann sinn riðil
9. Þýskaland 53% (154/81)
10. Ungverjaland 52% (155/80)
11. Serbía 51% (158/81) - úr leik
12. Rússland 50% (159/80)
13. Svartfjallaland 49% (154/76) - úr leik
14. Makedónía 49% (149/73)
15. Svíþjóð 49% (145/71)
16. Slóvenía 46% (144/66) - úr leik


Tengdar fréttir

Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma

Sérfræðingar Fréttablaðsins eru allir sammála um að varnarleikurinn hafi fellt íslenska liðið á EM í Póllandi. Kalla eftir allsherjar naflaskoðun fyrir framhaldið og einn segir kominn tíma á Aron Kristjánsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira