Handbolti

Degi komið á óvart í beinni útsendingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Skjáskot

Gerhard Delling kom Degi Sigurðssyni á óvart í myndveri þýska sjónvarpsins eftir sigur Þýskalands á Svíþjóð á EM í Póllandi.

Delling er einn þekktasti sjónvarpsmaður Þýskalands og var með Dag í viðtali eftir eins marks sigurinn á Svíum þar sem úrslitin réðust á lokamínútunum.

Sjá einnig: Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum

Hann kom Degi á óvart með því að skipta yfir í beina útsendingu frá Reykjavík þar sem bróðir hans, Bjarki, beið hans.

„Hvernig fór leikurinn?“ spurði Bjarki og ekki stóð á svörunum. „Við unnum með einu, sterkt,“ svaraði Dagur á íslensku en innslagið má sjá hér. Því lauk vitanlega með því að Bjarki, sem er tónlistarmaður, tók lagið.

Sjá einnig: Sjáðu heimildaþáttinn um Dag

Þýskaland fylgdi svo sigrinum á Svíum eftir með því að leggja Slóvena að velli. Þjóðverjar komust því áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig og mæta næst Ungverjum annað kvöld.Fleiri fréttir

Sjá meira