Lífið

Magnað myndband af nýfæddum tvíburum að haldast í hendur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlega fallegt.
Ótrúlega fallegt. vísir

Það er þekkt staðreynd að tvíburar eru gríðarlega tengdir og eiga samband sem fáir átta sig á. Á YouTube er myndband af nýfæddum tvíburum að slá í gegn en þar smá sjá tvö börn liggja ofan á bringunni á föður sínum og haldast í hendur.

Tvíburarnir eru mjög litlir og nokkuð veikburða en greinilega sterk tenging þeirra á milli. Þau hafa fengið nöfnin Maddie og Christian.

Virkilega fallegt myndband sem sjá má hér að neðan en börnin eru aðeins nokkra mínútna gömul þegar það er tekið.
Fleiri fréttir

Sjá meira