Enski boltinn

Liverpool bauð 24,6 milljónir punda í brasilískan framherja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Teixeira.
Alex Teixeira. Vísir/Getty

Það gætu loksins verið að koma góðar fréttir af framherjamálum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en stjórnarformaðurinn Ian Ayre er farinn til Flórída til að ganga frá kaupum á brasilískum framherja.

Framherjar Liverpool hafa verið mikið meiddir á þessu tímabili og þá hefur liðinu gengið illa að skora mörk. Það þykir því borðleggjandi að Jürgen Klopp fái nýjan framherja til liðsins.

Guardian segir frá því að Liverpool hafi boðið úkraínska félaginu Shakhtar Donetsk 24,6 milljónir punda í Brasilíumanninn Alex Teixeira. Það eru meira en fjórir og hálfur milljarður íslenskra króna.

Alex Teixeira er 26 ára gamall og hefur verið hjá Shakhtar Donetsk frá 2010. Úkraínska félagið er sagt vilja fá 30 milljónir punda fyrir hann.

Ian Ayre flaug til Flórída til að hitta forráðamenn Shakhtar Donetsk en félagið en nú statt í æfingaferð í Bandaríkjunum þar sem liðið mun spila í Flórída-bikarnum.

Alex Teixeira hefur líka verið orðaður við Chelsea en hann hefur skorað 67 mörk í 146 deildarleikjum með úkraínska liðinu á þessum fimm árum.

Liverpool-liðið hefur aðeins skorað 25 mörk í 22 deildarleikjum á þessu tímabili og Danny Ings, Daniel Sturridge, Divock Origi og Philippe Coutinho eru allir frá vegna meiðsla.

Christian Benteke er markahæsti leikmaður Liverpool á tímabilinu með sex mörk en Philippe Coutinho hefur skora fimm mörk. Origi (1) Sturridge (2) og Ings (2) hafa bara skorað fimm mörk saman.

Það er nóg um að vera hjá Liverpool á næstunni, liðið komst áfram í 4. umferð enska bikarsins í gærkvöldi og þá eru framundan undanúrslitaleikur í enska deildabikarnum og leikir í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.


Tengdar fréttir

Van Gaal með Liverpool í vasanum

Loui van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, líður greinilega vel gegn Liverpool en hann hefur stýrt United fjórum sinnum gegn liðinu í ensku úrvalsdeildinni og unnið alla leikina.

Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira