Sport

Gunnar upp um eitt sæti hjá UFC

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Nelson
Gunnar Nelson Vísir/Getty

Gunnar Nelson færir sig upp um eitt sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt frá síðasta lista þrátt fyrir að hafa ekki barist síðan þá.

Hann deilir nú fjórtánda sætinu með Thiago Alves en hann var áður í fimmtánda sætið. Síðast tapaði Gunnar fyrir Demian Maia í bardaga þeirra í Las Vegas í desember.

Lítil breyting er á röðun efstu manna í pund-fyrir-pund listanum. Jon Jones er þar enn í efsta sæti en á eftir honum koma Demetrious Johnson og Conor McGregor.

TJ Dillashaw hrynur hins vegar um átta sæti, ur fjórða í það tólfta, eftir að hann tapaði fyrir Dominick Cruz í titilbardaga þeirra í bantamvigt. Cruz er nýr á listanum í níunda sæti. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvenær Gunnar muni berjast næst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira