Sport

Gunnar upp um eitt sæti hjá UFC

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Nelson
Gunnar Nelson Vísir/Getty

Gunnar Nelson færir sig upp um eitt sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt frá síðasta lista þrátt fyrir að hafa ekki barist síðan þá.

Hann deilir nú fjórtánda sætinu með Thiago Alves en hann var áður í fimmtánda sætið. Síðast tapaði Gunnar fyrir Demian Maia í bardaga þeirra í Las Vegas í desember.

Lítil breyting er á röðun efstu manna í pund-fyrir-pund listanum. Jon Jones er þar enn í efsta sæti en á eftir honum koma Demetrious Johnson og Conor McGregor.

TJ Dillashaw hrynur hins vegar um átta sæti, ur fjórða í það tólfta, eftir að hann tapaði fyrir Dominick Cruz í titilbardaga þeirra í bantamvigt. Cruz er nýr á listanum í níunda sæti. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvenær Gunnar muni berjast næst.
Fleiri fréttir

Sjá meira