Fótbolti

Dómari bauð leikmanni á stefnumót í miðjum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Samsett mynd/Getty/Heimasíða Huelva

Knattspyrnudómarinn Santiago Quijada Alcon gerðist sekur um ótrúlegt dómgreindarleysi þegar hann dæmdi leik Sporting de Huelva og Santa Teresa á Spáni á dögunum.

Elena Pavel, leikmaður Huelva, greindi frá því eftir leik að dómarinn hafi boðið sér á stefnumót í miðjum leiknum.

„Hei brúnhærða. Eigum við að fá okkur kaffi?“ mun dómarinn hafa sagt samkvæmt lýsingu Pavel sem sagðist hafa misst trúna á íþróttinni.

„Mér fannst ég hjálparlaus og niðurlægð. Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið á þeim árum sem ég hef spilað knattspyrnu.“

Þess má geta að dómari leiksins rak tvo leikmenn Huelva af velli með rautt spjald í leiknum. Santa Teresa vann að lokum, 3-2.Fleiri fréttir

Sjá meira