Innlent

Verður bjartara með hverjum deginum: Gullfalleg sólarupprás í morgun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Litadýrð í sólarupprás morgunsins.
Litadýrð í sólarupprás morgunsins. mynd/kristjana símonardóttir

Einhverjir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa eflaust tekið eftir fallegri sólarupprás í morgun en nú þegar mánuður er liðinn frá vetrarsólstöðum lengist sá tími sem bjart er úti örlítið með hverjum deginum.

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar birti af degi í Reykjavík klukkan 9:38 í dag og varð sólris rúmum klukkutíma síðar, eða klukkan 10:41. Sólarlag verður síðan klukkan 16:37 og verður komið myrkur klukkan 17:42.

Meðfylgjandi myndir tók Kristjana Símonardóttir af sólarupprás morgunsins.

Ef þú átt mynd af sólarupprásinni í morgun máttu endilega senda hana á ritstjorn@visir.is.

mynd/kristjana símonardóttir

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira