Handbolti

Haukar mæta Mosfellingum | Grótta á Selfoss

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Ernir

Haukar mætir Aftureldingu í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla en dregið var í hádeginu í dag. Haukar eru í dag í efsta sæti deildarinnar en Afturelding í fjórða sæti.

Valur, sem er í öðru sæti, mætir sigurvegaranum úr leik HK og ÍBV. Þá mætir Fram, sem er í þriðja sæti Olísdeildarinnar, toppliði Stjörnunnar í 1. deildinni á útivelli. Grótta fékk svo útileik gegn Fjölni, sem einnig leikur í 1. deildinni.

Selfyssingar fengu erfitt verkefni í kvennaflokki en liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum Gróttu á heimavelli.

Haukar, sem slógu Valskonur úr leik í gær, fá heimaleik gegn HK og Stjarnan, sem hafði í gær betur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum mætir sigurvegaranum úr leik ÍBV 2 og ÍR. Þá tekur Fylkir á móti Fram.

8-liða úrslit kvenna:

Selfoss - Grótta
Fylkir - Fram
Stjarnan - ÍBV 2 / ÍR
Haukar - HK

8-liða úrslit karla:

Stjarnan - Fram
Haukar - Afturelding
HK/ÍBV - Valur
Fjölnir - GróttaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira