Handbolti

Haukar mæta Mosfellingum | Grótta á Selfoss

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Ernir

Haukar mætir Aftureldingu í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla en dregið var í hádeginu í dag. Haukar eru í dag í efsta sæti deildarinnar en Afturelding í fjórða sæti.

Valur, sem er í öðru sæti, mætir sigurvegaranum úr leik HK og ÍBV. Þá mætir Fram, sem er í þriðja sæti Olísdeildarinnar, toppliði Stjörnunnar í 1. deildinni á útivelli. Grótta fékk svo útileik gegn Fjölni, sem einnig leikur í 1. deildinni.

Selfyssingar fengu erfitt verkefni í kvennaflokki en liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum Gróttu á heimavelli.

Haukar, sem slógu Valskonur úr leik í gær, fá heimaleik gegn HK og Stjarnan, sem hafði í gær betur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum mætir sigurvegaranum úr leik ÍBV 2 og ÍR. Þá tekur Fylkir á móti Fram.

8-liða úrslit kvenna:

Selfoss - Grótta
Fylkir - Fram
Stjarnan - ÍBV 2 / ÍR
Haukar - HK

8-liða úrslit karla:

Stjarnan - Fram
Haukar - Afturelding
HK/ÍBV - Valur
Fjölnir - Grótta
Fleiri fréttir

Sjá meira