Fótbolti

Mascherano fékk eins árs fangelsisdóm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Mascherano.
Javier Mascherano. Vísir/Getty
Spænska blaðið El Mundo sagði frá því á netsíðu sinni í dag að argentínski knattspyrnumaðurinn Javier Mascherano hafi verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir skattsvik.

Javier Mascherano var dæmdur sekur fyrir að gefa ekki upp tekjur upp eina og hálfa milljón evra af sölu ímyndarréttar hans á árunum 2011 og 2012.

Javier Mascherano þurfti bara að eyða tíu mínútum í réttarsalnum þar sem hann var dæmdur sekur í tveimur tengdum málum.

Auk þess að fá eins árs dóm þarf hann að greiða 816 þúsund evra sekt auk þess að greiða þá upphæð sem hann sveik undan skatti.

Svo gæti farið að Javier Mascherano sleppi við fangelsisvist gegn því að greiða enn hærri sekt eða að fangelsisdómur hans verði skilorðsbundinn.

Mascherano óskaði eftir því í dag við dómarinn í málinu að fá að borga hærra sekt gegn því að sleppa við fangelsisvistina.

Javier Mascherano er 31 árs gamall og kom til Barcelona frá Liverpool árið 2010. Hann hefur verið lykilmaður í liðinu en ekki sem miðjumaður eins og hjá Liverpool heldur sem miðvörður.

Javier Mascherano hefur spilað 259 leiki fyrir Barcelona á þessum tæpu sex tímabilum og hann hefur unnið þrettán titla með félaginu á þessum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×