Fótbolti

Brjálaður yfir lekanum á kaupverði Bale

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gareth Bale er dýrastur.
Gareth Bale er dýrastur. vísir/getty
Eins og kom fram í dag er Gareth Bale dýrasti fótboltamaður sögunnar en ekki Cristiano Ronaldo.

Enskir fjölmiðlar hafa lengi haldið fram að Gareth Bale var keyptur á 92 milljónir evra en Cristiano Ronaldo 96 milljónir evra frá Manchester United 2009.

Vefsíðan Football Leaks lak skjali sem á að vera samningur Real Madrid og Tottenham vegna kaupanna á Bale, en þar kemur fram að lokaverð Bale sé rétt rúmar 100 milljónir evra.

Þessu hefur Real madrid haldið frá Cristiano Ronaldo til að styggja hann ekki, en hann er sagður ekki hrifinn af þeirri hugsun að einhver fótboltamaður sé dýrari en hann.

„Það þarf að rannsaka þennan leka því þetta er svívirðilegt. Knattspyrnusamböndin þurfa að biðja leikmanninn og bæði félög afsökunar,“ segir Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, í viðtali við The Telegraph.

„Það er til skammar að fólk geti nálgast svona skjöl. Þetta sýnir fullkomna lítisvirðingu gagnvart báðum félögum og leikmanninum,“ segir Barnett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×