Innlent

Afkastamikil rannsóknatæki tekin til noktunar á Landspítalanum

Birgir Olgeirsson skrifar
Ísleifur Ólafsson yfirlæknir sýnir hér meðal annars Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra og Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, nýju flæðilínuna.
Ísleifur Ólafsson yfirlæknir sýnir hér meðal annars Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra og Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, nýju flæðilínuna.

Í dag voru formlega gangsett ný afkastamikil rannsóknatæki á rannsóknakjarna Landspítala. Rannsóknakjarni er rekinn bæði við Hringbraut og í Fossvogi og er stærsta klíníska rannsóknastofa landsins. Þar eru gerðar um 1.5 milljónir rannsókna á ári í blóðmeina- og klínískri lífefnafræði.

Í sambandi við endurnýjun á tækjabúnaði var húsnæði kjarnans endurskipulagt bæði við Hringbraut og í Fossvogi og var aðferðafræði straumlínustjórnunar notuð við verkið. Til að bæta flæði sýna og starfsumhverfi hafa helstu rannsóknatæki verið færð nær hvert öðru og við Hringbraut var þeim komið fyrir í sérstökum tækjasal með flæðilínu. Samskonar flæðilína var sett upp samtímis á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.

Flæðilínan undirbýr sýnin fyrir rannsóknir, flytur þau á milli rannsóknatækja og gengur frá þeim eftir að þau hafa verið rannsökuð. Ávinningur af endurnýjun tækjanna felst í auknum afköstum, styttri svartíma rannsókna, bættri smitgát og aukinni hagkvæmni í rekstri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira