Viðskipti innlent

Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Innnes er eitt af þeim fyrirtækjum sem fær endurgreiðslu frá íslenska ríkinu
Innnes er eitt af þeim fyrirtækjum sem fær endurgreiðslu frá íslenska ríkinu Vísir/Pjetur

Hæstiréttur hefur fallist á kröfu Haga, Innnes og Sælkeradreifingar um að íslenska ríkið endurgreiði þeim fjárhæðir sem fyrirtækin höfðu greitt ríkinu fyrir tollkvóta. Samtals þarf íslenska ríkið að endurgreiða fyrirtækjunum 509 milljónir.

Fyrirtækin þrjú höfðuðu hvert sitt dómsmálið sem öll snerust um innflutning á landbúnaðarvörum. Höfðu þau krafist endurgreiðslu á fjárhæðum sem fyrirtækin inntu af hendi fyrir tollkvóta og sem greiðslu fyrir magntoll á landbúnaðarafurðir.

Héraðsdómur dæmdi í málunum í mars á síðasta ári og féllst á þá kröfu að gjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur innheimt fyrir innflutningskvóta á búvörum, hafi verið ólögmætt en ekki var fallist á ríkið endurgreiddi fyrirtækjunum þær fjárhæðir sem þær höfðu greitt fyrir þá tollkvóta sem ekki var sýnt fram á hvort að gjaldtakan hafi skilað sér í hærra verðlagi til neytenda.

Fyrirtækin áfrýjuðu úrskurði Héraðsdóms og Hæstiréttur úrskurðaði í dag að íslenska ríkið skildi greiða fyrirtækjunum alls 509 milljónir. Féllst Hæstiréttur á að álagning gjaldsins sem fyrirtækin þurftu að greiða hafi haft áhrif á rekstur fyrirtækjanna og að sönnunarbyrði um annað hvíldi á íslenska ríkinu.

Íslenska ríkið þarf því að greiða Högum 245 milljónir, Innnesi 212 milljónir og Sælkeradreifingu 52 milljónir, alls 509 milljónir.

Dómur Hæstaréttar í máli Haga gegn íslenska ríkinu

Dómur Hæstaréttar í máli Innnesar gegn íslenska ríkinu

Dómur Hæstaréttar í máli SælkeradreifingarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,03
5
20.272
HEIMA
0,91
3
35.792
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
MARL
0
2
61.880

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,58
7
22.145
ORIGO
-0,22
1
784
SJOVA
-0,07
1
1.420
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.