Fótbolti

Lærisveinar Neville gerðu jafntefli í bikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty

Gary Neville og lærisveinar hans í Valencia þurftu að sætta sig við jafntefli, 1-1, á móti Las Palmas í fyrri leik liðanna í spænska Konungsbikarnum í fótbolta í kvöld.

Las Palmas tók forystuna með sjálfsmarki Wilfried Zahibo á 38. mínútu en Paco Alcacer jafnaði metin á 61. mínútu leiksins og það urðu lokatölur, 1-1.

Strákarnir hans Neville þurfa því að vinna seinni leikinn á útivelli eða gera jafntefli 2-2 eða stærra þar sem Las Palmas er með mark á útivelli.

Neville hefur ekki enn tekist að vinna leik í spænsku deildinni, en Valencia vann Granada samanlagt, 7-0, í 16 liða úrslitum bikarsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira