Fótbolti

Lærisveinar Neville gerðu jafntefli í bikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty

Gary Neville og lærisveinar hans í Valencia þurftu að sætta sig við jafntefli, 1-1, á móti Las Palmas í fyrri leik liðanna í spænska Konungsbikarnum í fótbolta í kvöld.

Las Palmas tók forystuna með sjálfsmarki Wilfried Zahibo á 38. mínútu en Paco Alcacer jafnaði metin á 61. mínútu leiksins og það urðu lokatölur, 1-1.

Strákarnir hans Neville þurfa því að vinna seinni leikinn á útivelli eða gera jafntefli 2-2 eða stærra þar sem Las Palmas er með mark á útivelli.

Neville hefur ekki enn tekist að vinna leik í spænsku deildinni, en Valencia vann Granada samanlagt, 7-0, í 16 liða úrslitum bikarsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira