Innlent

Jóakim og Marie komin til Íslands

Samúel Karl Ólason skrifar
Úr Norræna húsinu.
Úr Norræna húsinu. Vísir/Stefán

Dansk-íslenska félagið fagnar hundrað ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni þess komu þau Jóakim Danaprins og Marie prinsessa til Íslands. Dönsk-íslensk dagskrá stóð yfir í Norræna húsinu í dag þar sem afmæli félagsins var fagnað. Páll Skúlason, formaður Dansk–íslenska félagsins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það hefði tekið smá tíma að fá boðið til þeirra í gegn hjá konungsfjölskyldunni en það væri gaman að hafa þau á afmælishátíðinni. Afi Jóakims, Friðrik níundi, kom oft á samkomur félagsins í Kaupmannahöfn samkvæmt Páli. Hann hefur einnig hitt Margréti Danadrottningu.

Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira