Innlent

Jóakim og Marie komin til Íslands

Samúel Karl Ólason skrifar
Úr Norræna húsinu.
Úr Norræna húsinu. Vísir/Stefán

Dansk-íslenska félagið fagnar hundrað ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni þess komu þau Jóakim Danaprins og Marie prinsessa til Íslands. Dönsk-íslensk dagskrá stóð yfir í Norræna húsinu í dag þar sem afmæli félagsins var fagnað. Páll Skúlason, formaður Dansk–íslenska félagsins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það hefði tekið smá tíma að fá boðið til þeirra í gegn hjá konungsfjölskyldunni en það væri gaman að hafa þau á afmælishátíðinni. Afi Jóakims, Friðrik níundi, kom oft á samkomur félagsins í Kaupmannahöfn samkvæmt Páli. Hann hefur einnig hitt Margréti Danadrottningu.

Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán


Fleiri fréttir

Sjá meira