Handbolti

Formaður HSÍ: Enginn tímarammi fyrir ráðningu nýs landsliðsþjálfara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Aron Kristjánsson á blaðamannafundinum í dag.
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Aron Kristjánsson á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að hann hafi verið sammála mati Arons að það væri tímabært fyrir hann að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari.

„Við fórum yfir stöðuna með Aroni og árangurinn á EM. Aron vildi hætta og ég var sammála að það væri komið að þeim tímapunkti,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi HSÍ í dag. „Hann var sannfærður og þá ræddum við málið út frá því.“

Hann segir að bæði stjórn HSÍ og landsliðsnefnd muni koma að ráðningu nýs þjálfara. Umræðan yrði tekin í breiðum hópi.

„Það þarf að vanda vel valið og skanna markaðinn. Sjá hverjir eru á lausu. Við gefum okkur engan sérstakan tímaramma til að ráða nýjan þjálfara.“

Alltaf slagur um fjármagn
Hann gengst við því að það kunni að vera dýrt að ráða erlendan þjálfara. Ræður fjárhagur HSÍ við það?

„Sambandið er alltaf rekið við núllið og við erum alltaf í slag um fjármagn. Það þarf að setja pening í afreksstarfið en auðvitað snýst þetta líka um peninga þegar ráða skal þjálfara.“

„Það þarf að meta alla kosti í því og ef við þurfum að fá fleiri styrktaraðila að sambandinu til að fá inn meira fjármagn þá gerum við það.“


Tengdar fréttir

Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina

Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017.

Aron hættir með landsliðið

Tilkynnt á blaðamannafundi í hádeginu í dag, þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM í Póllandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira