Handbolti

Rut með eitt mark í stórsigri Randers

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rut Jónsdóttir í leik með landsliðinu.
Rut Jónsdóttir í leik með landsliðinu. vísir/vilhelm

Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handbolta, og stöllur hennar í danska úrvalsdeildarliðinu Randers unnu góðan og mikilvægan sigur í kvöld.

Randers, sem var í sjötta sæti fyrir leikinn í kvöld, mætti Nyköbing sem var tveimur sætum ofar og vann stórsigur á útivelli, 34-24.

Gestirnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en juku við forskotið jafnt og þétt í síðari hálfleik og unnu á endanum glæsilegan tíu marka sigur.

Rut hafði hægt um sig í leiknum og skoraði eitt mark úr tveimur skotum, en Camilla Dalby var markahæst hjá Randers með tíu mörk.

Randers var fyrir leikinn án sigurs í tveimur leikjum í röð í deildinni en er nú komið aftur á sigurbraut.

Liðið er nú með 16 stig eftir 14 umferðir og lyfti sér upp í fjórða sætið, upp fyrir Nyköbing með sigrinum í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira