Innlent

Skipulag breytist ekki við makaskipti

Sveinn Arnarsson skrifar
S. Björn Blöndal
S. Björn Blöndal

Forsætisráðuneytið á í viðræðum við eigendur lóðarinnar við Hafnartorg, Landstólpa þróunarfélag, um að aðilar skiptist á lóðum. Þannig fengi Landstólpi lóð stjórnarráðsins við Skúlagötu en stjórnarráðið fengi lóðina á Hafnartorgi undir starfsemi ráðuneyta.

Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af.

Sigurður Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í borgarstjórn Reykjavíkur, segir aðalskipulag borgarinnar gera ráð fyrir að á jarðhæð húsanna við Hafnartorg verði verslun og þjónusta. „Þessir samningar munu ekki breyta aðalskipulagi hvað það varðar,“ segir Sigurður Björn.

Þegar Sigurður er spurður út í skoðun hans á þessum makaskiptum segir hann aðila frjálst að gera samninga sín á milli. „við viljum hins vegar sjá mannlíf í miðbænum. Ég gæti svo sem alveg séð fyrir mér líflegri starfsemi í húsunum en stjórnarráðið,“ segir Sigurður. „Einnig er skipulagið þannig að það er ekki hægt að byggja bara eitt hús með burstum á lóðinni.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira