Handbolti

ÍR örugglega í átta liða úrslitin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Karen Tinna Demian skoraði fimm mörk.
Karen Tinna Demian skoraði fimm mörk. vísir/andri marinó

ÍR vann fjórtán marka stórsigur á ÍBV 2 í Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld, 36-22.

ÍR-stúlkur voru fimm mörkum yfir í hálfleik og gengu svo frá Eyjastúlkum í seinni hálfleik en munurinn á endanum fjórtán mörk sem fyrr sig.

Silja Ísberg skoraði níu mörk fyrir ÍR og Sólveig Lára Kristjánsdóttir sjö, en hjá ÍBV 2 var Sóley Haraldsdóttir markahæst með sex mörk.

Leikirnir í átta liða úrslitum:
Fylkir - Fram
Stjarnan - ÍR
Haukar - HK
Selfoss - GróttaFleiri fréttir

Sjá meira