Handbolti

ÍR örugglega í átta liða úrslitin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Karen Tinna Demian skoraði fimm mörk.
Karen Tinna Demian skoraði fimm mörk. vísir/andri marinó

ÍR vann fjórtán marka stórsigur á ÍBV 2 í Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld, 36-22.

ÍR-stúlkur voru fimm mörkum yfir í hálfleik og gengu svo frá Eyjastúlkum í seinni hálfleik en munurinn á endanum fjórtán mörk sem fyrr sig.

Silja Ísberg skoraði níu mörk fyrir ÍR og Sólveig Lára Kristjánsdóttir sjö, en hjá ÍBV 2 var Sóley Haraldsdóttir markahæst með sex mörk.

Leikirnir í átta liða úrslitum:
Fylkir - Fram
Stjarnan - ÍR
Haukar - HK
Selfoss - GróttaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira