Handbolti

Grótta vann þrettán marka sigur í Krikanum | Myndir

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Lovísa Thompson með skot að marki í kvöld.
Lovísa Thompson með skot að marki í kvöld. vísir/stefán

Íslands- og bikarmeistarar Gróttu unnu auðveldan þrettán marka sigur á FH í Kaplakrika, 29-16, í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld.

Meistararnir voru sex mörkum yfir í hálfleik, 13-7, en juku jafnt og þétt við forskot sitt og unnu sannfærandi sigur.

Unnur Ómarsdóttir var markahæst hjá Gróttu með sjö mörk, en þær Eva Björk Davíðsdóttir, Lovísa Thompson og Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoruðu allar fjögur mörk.

Hjá FH var Heidís Rún Guðmundsdóttir markahæst með fimm mörk, en Elín Anna Baldursdóttir skoraði fjögur mörk.

Grótta komst með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar með 27 stig og hefur stigi meira en ÍBV sem á þó leik til góða.

FH er áfram í tólfta sæti Olís-deildarinnarm eð fimm stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira