Fótbolti

Lewandowski afgreiddi Hamburg

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Þýskalandsmeistarar Bayern München hófu seinni hluta tímabilsins með sigri í kvöld, en þeir lögðu Hamburg SV á útivelli, 2-1.

Þýska 1. deildin fór aftur af stað í kvöld eftir vetrarfrí og var leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD, en þýski boltinn er kominn yfir til 365.

Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur verið í miklum ham í vetur og skoraði hann fyrsta markið úr vítaspyrnu á 37. mínútu úr víti, 1-0.

Xabi Alonso varð fyrir því óláni að jafna metin fyrir heimamenn í Hamburg þegar hann skoraði sjálfsmark á 53. mínútu, en Lewandowski kom meisturunum til bjargar.

Pólski framherjinn skoraði sigurmarkið á 61. mínútu eftir undirbúning Thomas Müller, 2-1. Markið var hans 16. á leiktíðinni í deildinni.

Bayern vann þar með sinn þriðja leik í röð í deildinni og er með ellefu stiga forskot á Dortmund sem mætir Mönchengladbach í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×