Erlent

Finni vann 2,7 milljarða króna í Eurojackpot

Atli Ísleifsson skrifar
Vinningsmiðinn var keyptur í Finnlandi.
Vinningsmiðinn var keyptur í Finnlandi. Vísir/Vilhelm

Heppinn miðahafi vann um 2,7 milljarða í EuroJackpot í kvöld, en miðinn var keyptur í Finnlandi.

Vinningshafinn fær alls 2.735.003.890 krónur í sinn hlut.

Þá vann einhver sem keypti miða í Noregi um 160 milljónir í útdrætti kvöldsins.

Einn ís­lensk­ur miðahafi fékk fjóra rétta í jókern­um og hlýt­ur hann 100 þúsund krón­ur. Vinningsmiðinn var seld­ur í verslun Olís við Glerá á Akureyri.
Fleiri fréttir

Sjá meira