Erlent

Finni vann 2,7 milljarða króna í Eurojackpot

Atli Ísleifsson skrifar
Vinningsmiðinn var keyptur í Finnlandi.
Vinningsmiðinn var keyptur í Finnlandi. Vísir/Vilhelm

Heppinn miðahafi vann um 2,7 milljarða í EuroJackpot í kvöld, en miðinn var keyptur í Finnlandi.

Vinningshafinn fær alls 2.735.003.890 krónur í sinn hlut.

Þá vann einhver sem keypti miða í Noregi um 160 milljónir í útdrætti kvöldsins.

Einn ís­lensk­ur miðahafi fékk fjóra rétta í jókern­um og hlýt­ur hann 100 þúsund krón­ur. Vinningsmiðinn var seld­ur í verslun Olís við Glerá á Akureyri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira