Innlent

Magnaðar ljósmyndir: Gráðugi skarfurinn við Hróarslæk

Atli Ísleifsson skrifar
Svangur skarfur.
Svangur skarfur. Myndir/Pétur Alan Guðmundsson

Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, náði mögnuðum ljósmyndum af skarfi sem gerði heiðarlega tilraun til að torga heilum laxi þar sem hann stóð undir brú yfir Hróarslæk skammt frá Hellu síðastliðinn miðvikudag.

„Það var alveg ótrúlegt að sjá skarfinn með þennan stóra lax – hvernig hann var með hann þarna og alltaf að teygja sig og reygja. Ég skildi ekkert hvað þetta var en svo ældi hann honum upp úr sér,“ segir Pétur, sem var á leið að sækja föður sinn og tvo hunda upp í bústað, þegar hann kom auga á skarfinn.

„Ég er alltaf með myndavélina og á „lookinu“ hvort ég sjái eitthvað skemmtilegt. Ég var að keyra og skellti mér út með vélina þegar ég sá skarfinn þarna við brúarstólpann á gömlu brúnni,“ segir Pétur.

Sjá má myndir hans að neðan.

Þessi skarfur vakti athygli mín þegar ég keyrði yfir brúna yfir Hróarslæk í vikunni og ákvað að mynda hann svona langt...

Posted by Pétur Alan Gudmundsson on Friday, 22 January 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira