Enski boltinn

Leicester náði þriggja stiga forskoti á toppnum | Úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamie Vardy í þann mund að skora sitt 16. deildarmark í vetur.
Jamie Vardy í þann mund að skora sitt 16. deildarmark í vetur. vísir/getty

Leicester City náði þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með góðum 3-0 sigri á Stoke City á King Power Stadium í dag.

Danny Drinkwater, Jamie Vardy og Leonardo Ulloa skoruðu mörk Leicester sem er með 47 stig, þremur stigum á undan Arsenal sem mætir Chelsea í stórleik helgarinnar á morgun.

Stoke er hins vegar í 8. sæti deildarinnar með 33 stig.

Watford komst aftur á sigurbraut þegar liðið bar sigurorð af Newcastle United, 2-1, á heimavelli sínum Vicarage Road.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Watford en fyrir leikinn í dag höfðu nýliðarnir tapað fjórum leikjum í röð. Liðið er nú komið upp í 10. sæti deildarinnar með 32 stig.

Odion Ighalo kom Watford yfir á 46. mínútu með sínu 14. deildarmarki í vetur. Craig Cathcart jók muninn í 2-0 á 58. mínútu en Jamaal Lascelles minnkaði muninn 13 mínútum síðar. Nær komst Newcastle ekki en liðið er enn í fallsæti með 21 stig, einu stigi frá öruggu sæti.

Sunderland og Bournemouth skildu jöfn, 1-1, á Ljósvangi.

Benik Afobe kom Bournemouth yfir á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir að hann kom frá Wolves fyrr í mánuðinum. Patrick van Aanholt jafnaði svo metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þar við sat.

Þá gerðu West Brom og Aston Villa markalaust jafntefli í nágrannaslag.

Úrslit dagsins:

Norwich 4-5 Liverpool
0-1 Roberto Firmino (18.), 1-1 Dieumerci Mbokani (29.), 2-1 Steven Naismith (41.), 3-1 Wes Hoolahan, víti (54.), 3-2 Jordan Henderson (55.), 3-3 Firmino (63.), 3-4 James Milner (75.), 4-4 Sébastien Bassong (90+2), 4-5 Adam Lallana (90+5).

Man Utd 0-1 Southampton
0-1 Charlie Austin (87.).

Crystal Palace 1-3 Tottenham
1-0 Jan Vertongen, sjálfsmark (30.), 1-1 Harry Kane (63.), 1-2 Dele Alli (84.), 1-3 Nacer Chadli (90+5).

Leicester 3-0 Stoke
1-0 Danny Drinkwater (42.), 2-0 Jamie Vardy (67.), 3-0 Leonardo Ulloa (88.).

Sunderland 1-1 Bournemouth
0-1 Benik Afobe (13.), 1-1 Patrick van Aanholt (45+1).

Watford 2-1 Newcastle
1-0 Odion Ighalo (46.), 2-0 Craig Cathcart (58.), 2-1 Jamaal Lascelles (71.).

West Brom 0-0 Aston VillaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira