Enski boltinn

Leicester náði þriggja stiga forskoti á toppnum | Úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamie Vardy í þann mund að skora sitt 16. deildarmark í vetur.
Jamie Vardy í þann mund að skora sitt 16. deildarmark í vetur. vísir/getty

Leicester City náði þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með góðum 3-0 sigri á Stoke City á King Power Stadium í dag.

Danny Drinkwater, Jamie Vardy og Leonardo Ulloa skoruðu mörk Leicester sem er með 47 stig, þremur stigum á undan Arsenal sem mætir Chelsea í stórleik helgarinnar á morgun.

Stoke er hins vegar í 8. sæti deildarinnar með 33 stig.

Watford komst aftur á sigurbraut þegar liðið bar sigurorð af Newcastle United, 2-1, á heimavelli sínum Vicarage Road.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Watford en fyrir leikinn í dag höfðu nýliðarnir tapað fjórum leikjum í röð. Liðið er nú komið upp í 10. sæti deildarinnar með 32 stig.

Odion Ighalo kom Watford yfir á 46. mínútu með sínu 14. deildarmarki í vetur. Craig Cathcart jók muninn í 2-0 á 58. mínútu en Jamaal Lascelles minnkaði muninn 13 mínútum síðar. Nær komst Newcastle ekki en liðið er enn í fallsæti með 21 stig, einu stigi frá öruggu sæti.

Sunderland og Bournemouth skildu jöfn, 1-1, á Ljósvangi.

Benik Afobe kom Bournemouth yfir á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir að hann kom frá Wolves fyrr í mánuðinum. Patrick van Aanholt jafnaði svo metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þar við sat.

Þá gerðu West Brom og Aston Villa markalaust jafntefli í nágrannaslag.

Úrslit dagsins:

Norwich 4-5 Liverpool
0-1 Roberto Firmino (18.), 1-1 Dieumerci Mbokani (29.), 2-1 Steven Naismith (41.), 3-1 Wes Hoolahan, víti (54.), 3-2 Jordan Henderson (55.), 3-3 Firmino (63.), 3-4 James Milner (75.), 4-4 Sébastien Bassong (90+2), 4-5 Adam Lallana (90+5).

Man Utd 0-1 Southampton
0-1 Charlie Austin (87.).

Crystal Palace 1-3 Tottenham
1-0 Jan Vertongen, sjálfsmark (30.), 1-1 Harry Kane (63.), 1-2 Dele Alli (84.), 1-3 Nacer Chadli (90+5).

Leicester 3-0 Stoke
1-0 Danny Drinkwater (42.), 2-0 Jamie Vardy (67.), 3-0 Leonardo Ulloa (88.).

Sunderland 1-1 Bournemouth
0-1 Benik Afobe (13.), 1-1 Patrick van Aanholt (45+1).

Watford 2-1 Newcastle
1-0 Odion Ighalo (46.), 2-0 Craig Cathcart (58.), 2-1 Jamaal Lascelles (71.).

West Brom 0-0 Aston VillaFleiri fréttir

Sjá meira