Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hann var farinn að blása mjög snemma | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Bandaríkjamaðurinn Jeremy Atkinson lék sinn fyrsta leik með Njarðvík þegar liðið lagði Keflavík að velli, 86-92, í nágrannaslag í Domino's deild karla í gær.

Atkinson náði bara tveimur æfingum fyrir leikinn og er ekki í sínu besta formi en skoraði samt 18 stig og tók 10 fráköst gegn toppliði Keflvíkinga. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frammistöðu hans í þætti gærkvöldsins.

„Ég horfði á leikinn og fannst hann ekki geta neitt,“ sagði Fannar Ólafsson. „En hann skilaði 18 stigum og 10 fráköstum og var öflugur undir lokin.“

Atkinson þekkir vel til á Íslandi en hann lék með Stjörnunni seinna hluta tímabilsins í fyrra. Síðan þá hefur hann ekki spilað mikið og er sem áður sagði ekki í mikilli leikæfingu.

„Hann hefur verið á spila í einhverri áhugamannadeild í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Hann var farinn blása mjög snemma. En hann er atvinnumaður í körfubolta og sýndi það undir lokin þegar hann gerði fullt af flottum hlutum fyrir Njarðvík,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

Umræðuna um Atkinson og leik Njarðvíkur og Keflavíkur má sjá í heild sinni hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira