Íslenski boltinn

Dönsk þrenna þegar Eyjamenn lögðu Ólsara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Avni Pepa skoraði þriðja mark ÍBV.
Avni Pepa skoraði þriðja mark ÍBV. vísir/valli
Það verður ÍBV sem mætir KR í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins en Eyjamenn tryggðu sér sigur í riðli 2 með 2-4 sigri á Víkingi Ólafsvík í Akraneshöllinni í dag.

Mikkel Maigaard Jakobsen, sem er til reynslu hjá ÍBV þessa dagana, var í aðalhlutverki í leiknum í dag en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk.

Jakobsen kom Eyjamönnum yfir á 16. mínútu og Daninn bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar.

Kenan Turudija minnkaði muninn í 1-2 á 41. mínútu en albanski varnarmaðurinn Avni Pepa kom ÍBV í 1-3 með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Jakobsen fullkomnaði svo þrennuna þegar hann kom ÍBV í 1-4 á 74. mínútu. Loic Mbang Ondo lagaði stöðuna fyrir Ólsara undir lokin en það breytti engu um úrslitin. Lokatölur 2-4, ÍBV í vil.

ÍBV fékk sjö stig í riðli 2, jafnmörg og Stjarnan, en markatala Eyjamanna er betri. Víkingur tapaði hins vegar öllum þremur leikjum sínum í riðlinum.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×