Íslenski boltinn

Dönsk þrenna þegar Eyjamenn lögðu Ólsara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Avni Pepa skoraði þriðja mark ÍBV.
Avni Pepa skoraði þriðja mark ÍBV. vísir/valli

Það verður ÍBV sem mætir KR í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins en Eyjamenn tryggðu sér sigur í riðli 2 með 2-4 sigri á Víkingi Ólafsvík í Akraneshöllinni í dag.

Mikkel Maigaard Jakobsen, sem er til reynslu hjá ÍBV þessa dagana, var í aðalhlutverki í leiknum í dag en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk.

Jakobsen kom Eyjamönnum yfir á 16. mínútu og Daninn bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar.

Kenan Turudija minnkaði muninn í 1-2 á 41. mínútu en albanski varnarmaðurinn Avni Pepa kom ÍBV í 1-3 með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Jakobsen fullkomnaði svo þrennuna þegar hann kom ÍBV í 1-4 á 74. mínútu. Loic Mbang Ondo lagaði stöðuna fyrir Ólsara undir lokin en það breytti engu um úrslitin. Lokatölur 2-4, ÍBV í vil.

ÍBV fékk sjö stig í riðli 2, jafnmörg og Stjarnan, en markatala Eyjamanna er betri. Víkingur tapaði hins vegar öllum þremur leikjum sínum í riðlinum.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira