Erlent

Mikill hríðarbylur herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna

Atli Ísleifsson skrifar
Hríðarbylurinn hefur haft mikil áhrif á frá Arkansas í suðri til Massachusetts í norðvestri.
Hríðarbylurinn hefur haft mikil áhrif á frá Arkansas í suðri til Massachusetts í norðvestri. Vísir/AFP
Milljónir Bandaríkjanna vöknuðu í morgun við það að um fjörutíu sentimetrar af snjó hafði fallið eftir að mikill hríðarbylur gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna í nótt.

Mikill snjór byrjaði að falla í gær í um tuttugu ríkjum og hefur óveðrið haft áhrif á líf um 85 milljóna manna.

BBC segir frá því að mesta ofankoman hafi verið í Kentucky þar sem þúsundir ökumanna voru fastir í rúmlega fimmtíu kílómetra röð.

Níu manns hið minnsta hafa látið lífið í óveðrinu og er búið að lýsa yfir neyðarástandi í tíu ríkjum. Tugþúsundir eru án rafmagns, flestir í Norður-Karólínu og New Jersey.

Hríðarbylurinn hefur haft mikil áhrif á frá Arkansas í suðri til Massachusetts í norðvestri og hefur þurft að aflýsa rúmlega sjö þúsund flugferðum.

Langar raðir mynduðust í matvöruverslunum í gær þar sem fólk var að birgja sig upp af mat og öðrum nauðsynjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×