Sport

Hafdís með nýtt Íslandsmet í langstökki | Aníta tryggði sig inn á HM innanhúss

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafdís bætti eigið Íslandsmet í dag.
Hafdís bætti eigið Íslandsmet í dag. vísir/daníel

Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt Íslandsmet í langstökki á Reykjavíkurleikunum í Laugardalnum í dag.

Hafdís stökk 6,54 metra og bætti sitt eigið Íslandsmet um 0,08 metra.

Aníta Hinriksdóttir gerði einnig góða hluti í dag en hún bar sigur úr býtum í 800 metra hlaupi.

Aníta kom í mark á 2:02,47 mínútum og náði þar með lágmarki fyrir HM innanhúss í mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira