Fótbolti

Sverrir og félagar hársbreidd frá sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi með augun á boltanum.
Sverrir Ingi með augun á boltanum. vísir/afp

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í miðri vörn Lokeren sem gerði 1-1 jafntefli við Mouscron Peruweiz á útivelli í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Sverrir og félagar voru nálægt því að krækja í öll stigin þrjú en Fejsal Mulic jafnaði metin fyrir Mouscron tveimur mínútum fyrir leikslok.

Stigið skilar Lokeren þó upp í 9. sæti deildarinnar en liðið hefur gert jafntefli í fjórum af síðustu sex deildarleikjum sínum.

Sverrir er fastamaður hjá Lokeren en hann hefur leikið 21 af 23 deildarleikjum liðsins á tímabilinu.Fleiri fréttir

Sjá meira